Fara í efni

STÚDÍÓ-ÍBÚÐIR

Þægilegar íbúðir

Rúmgóðar og stílhreinar íbúðir. Öllu haganlega fyrir komið.
Stúdíó-íbúðirnar eru stílhreinar og vel skipulagðar með eldhúsaðstöðu og svölum. Þær eru eins og nafnið gefur til kynna eitt rými. Í eldhúsi er uppþvottavél, helluborð, ísskápur og örbylgjuofn.Íbúðirnar er um 33 m2. Hiti í gólfi og gott aðgengi.

Frítt þráðlaust net
Heitur pottur
Flatskjár með ótal stöðvum
Verönd með húsgögnum

Húsin okkar

Einbýlishús

Nóg pláss fyrir alla fjölskylduna. Glæsileg gisting. Fallega hönnuð einbýlishús með stórum svölum, heitum potti og grill-aðstöðu. Borð og stólar á svölum.
Eldhús með uppþvottavél, ofni, helluborði, ísskáp og örbylgjuofni. Þvottavél og þurrkari eru í húsunum. Hiti er í gólfum. Gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða.
Húsin eru 80 m2 að stærð, með þrem svefnherbergjum.

Frítt þráðlaust net
Baðherbergi með sturtu, þvottavél og þurrkara
Stór verönd með húsgögnum, gasgrilli og heitum potti
Flatskjár með ótal stöðvum
Eldhús aðstaða með ísskáp, uppþvottavél, eldavél og örbylgjuofni

Hleðslugarður

Hleðslugarður - einfalt að hlaða

Við höfum opnað hleðslugarð sem samanstendur af 14, 11kw Elli hleðslustöðvum frá Heklu. Eitt verð kr. 3.000 án tímamarka, greitt er með debet eða kreditkorti.
Hleðslugarðurinn er aðgangsstýrður og því góð þjónusta við viðskiptavini Sæluhúsa og rafbílanotendur í nágrenninu.

Afþreying

Það er stutt í allt !

Akureyri er frábær staður, mátulega stór og mátulega lítill.
Það er stutt í allt og einnig til nágrannabyggða. Ein besta sundlaug landsins í stuttu færi, ekki er langt í Hrafnagilslaug. Hlíðarfjall í stuttu færi og Skautahöllin enn nær. Lystigarðurinn handan við hornið. Flugvöllurinn í stuttu færi, ótal áhugaverðir veitingastaðir og frábær tónlistarhöll, er hægt að biðja um meira?

Verslanir
Sundlaugar
Veitingastaðir
Skíðasvæði
Gjaldfrjáls bílastæði
Golf
Hvalaskoðun
electric-vehicle-charging-station Hleðslustöð

Um okkur

Á BESTA STAÐ Í BÆNUM

 

Frábær staðsetning gerir Sæluhús að vinsælum kosti til að gista á.Rólegt og fjölskylduvænt umhverfi, fjarri ys og þys bæjarlífsins, en samt í göngufæri við allt það besta sem Akureyri hefur upp á að bjóða. Næg bílastæði eru hjá okkur. Frábært útsýni og fyrir útivistarfólk einstaklega þægilegt. Við leggjum mikið upp úr að viðskiptavinir okkar séu ánægðir að gista hjá okkur og það sýnir sig í því að hér koma gestir okkar aftur og aftur,  enda hvergi betra að vera.

Ummæli viðskiptavina

Comfortable, clean and modern apartment

Stayed here for a night. Very clean and warm apartment. All the facilities you would need and expect in a self-catering apartment and more ! Supermarket a few minutes away in the car. I would definitely stay here again and again !

Kim G - London

Luxurious and affordable !

What a great find. We were only here for one night but what a night! The hot tub was awesome, the apartment well equipped, beds so comfortable, rooms spacious, clean......what more can I say. As we were only here for such a short time I can't comment on location, but I highly recommend staying here.

Travelled with friends

Lyn - Brisbane, Australia

Frábær dvöl

Frábær hús. Ný og snyrtileg og þjónustan frábær.

Ólafur Egill Egilsson