Frábær staðsetning gerir Sæluhús að vinsælum kosti þegar leitað er gistingar á Akureyri. Rólegt og fjölskylduvænt umhverfi, fjarri ys og þys bæjarlífsins, en samt í göngufæri við það helsta sem Akureyri hefur upp á að bjóða. Sæluhús eru vel staðsett og fáir gististaðir á Akureyri státa af eins góðu útsýni. Fyrir útivistarfólk er hvergi betra að vera.